August 25, 2011
Haribohlaupið
Síðasta laugardag tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í þriðja skiptið. Fyrsta hlaupið var hvílík dásemdar upplifun og sigurtilfinningin engri lík. Annað skiptið var líka meiriháttar skemmtilegt. Það þriðja var hrein hörmung! Merkilegt hvað hausinn getur spilað stóra rullu í svona átökum. Minn vann bara kerfisbundið gegn mér.
Tíminn sem það tók að fara þessa 10 km voru 60 min - sléttar. Mörgum þykir það bara góður tími en þar sem ég hljóp fyrstu 6 km með fólki sem ætlaði sér 10 km á 55 min þá fannst mér það mikill ósigur að ná ekki að halda dampi síðustu 4 km. Í sjálfu sér er ég ekki svekktust með tímann heldur það hvernig ég upplifði af sama krafti, niðurbrjótandi hugsanir undir lokin, og ég upplifði sigur og hamingju fyrri skiptin tvö. Í stað þess að fá kikkið sem fylgir því að hlaupa í stórum hópi sem hvattur er áfram þá lamdi ég mig í hausinn með hve ég væri algjörlega að klúðra þessu hlaupi og bara lífi mínu. Jájá. Dramatískar en nokkru sinni áður.
Kannski græðir maður á því að klúðra hlutum stöku sinnum. Allavega ef manni tekst að læra af mistökum sínum. Næst ætla ég allavega að leyfa mér að njóta hlaupsins meira og svo má það bara ALLS EKKI klikka að gleyma ipod með besta lagalista allra tíma.
August 18, 2011
Pétur Pan og ég
Pistillinn minn sem birtist í Sunnudagsmogganum 14. ágúst:
mynd: www.enjoyfrance.com
Í veislu einni tóku tal saman, Pétur Pan og Vanda. Pétur Pan mætti í stuttbuxum, glaður í fasi og með glas í hönd. Hún var í sparikjól og ánægð með að hafa næturpössun fyrir Týndu drengina sína. Þau hafa þekkst svo lengi sem Vanda hefur verið lofuð sínum heittelskaða. Hann óskar henni til hamingju með nýja starfið sem sá heittelskaði hefur nýlega fengið. Starf sem felur í sér mikil ferðalög til fjarlægra staða og jafnvel stöku stopp í Hvergilandi.
Pétur Pan hefur nefnilega ferðast mikið, búið og unnið á framandi stöðum. Hann hefur sterka frelsisþörf og er áhugasamur um ólíka menningu. Hann er því ánægður fyrir hönd þess heittelskaða að hann fái að upplifa eitthvað svipað því sem hann hefur gert. Pétur Pan er Vöndu kær, sem skilur svo vel þessa frelsisþörf og forvitni en hugur hennar og skylda hvílir hjá Týndu drengjunum. Hún þakkar fyrir hönd þess heittelskaða. Hann sé vissulega spenntur og ánægður með þessa breytingu. Hún tekur líka undir með Pétri Pan sem segir að þessu fylgi svo miklir möguleikar, sko líka fyrir Vöndu og Týndu drengjunum. Þau muni líka getað heimsótt Hvergiland reglulega. Kannski búið þar um tíma og, og, og... Pétur Pan er komin á flug, svo áhugasamur um heill og hamingju Vöndu & co.
Vanda bendir þó Pétri Pan á að þessar breytingar hafi þó óneitanlega vissar takmarkanir í för með sér. Týndu drengirnir munu sakna þess heittelskaða þegar hann verður á ferðalögum. Að fjarveran geri það að verkum að þær skyldur sem fylgja Týndu drengjunum muni lenda nær einungis á hennar herðum. Sem leiddi til þess að möguleikar Vöndu til að sinna fullorðinsvinnu minnkuðu. Pétur Pan virtist ónæmur fyrir þessu sjónarhorni. Börn hafa svo mikla aðlögunarhæfni. Hann bendir á að börn geta búið hvar sem er í heiminum, líka í Hvergilandi og að Vanda væri smituð af fullorðinsveirunni sem gerir allt svo erfitt.
Vanda er hjartanlega sammála honum, en samt... Pétur Pan er reyndari og margfalt víðförli en heimakæra Vanda. Hann hefur séð og reynt á eigin skinni að börn eru þrautseig og þurfa ekki mikla umönnun til að lifa góðu lífi. Hefði þetta samtal átt sér stað 8 árum fyrr hefði heimssýn þeirra verið sú sama. Það sem aðskilur þau er að Vanda er þremur börnum ríkari. Reynsla hennar af því að hugsa um Týndu drengina gerir það að verkum að hún gerir sér betur grein fyrir því nú en áður hvílík ábyrgð það er að verja þá og byggja upp fyrir framtíðina. Hún vonar að Týndu drengirnir hennar geti um tíma fylgt Pétri Pan, áhyggjulausir, barist við Kaptein Krók, frelsað Tígrislilju og elt flögrandi Skellibjöllu. Það geta þeir þar sem Vanda passar uppá þá og segir þeim sögur fyrir svefninn.
Pétur Pan hefur nefnilega ferðast mikið, búið og unnið á framandi stöðum. Hann hefur sterka frelsisþörf og er áhugasamur um ólíka menningu. Hann er því ánægður fyrir hönd þess heittelskaða að hann fái að upplifa eitthvað svipað því sem hann hefur gert. Pétur Pan er Vöndu kær, sem skilur svo vel þessa frelsisþörf og forvitni en hugur hennar og skylda hvílir hjá Týndu drengjunum. Hún þakkar fyrir hönd þess heittelskaða. Hann sé vissulega spenntur og ánægður með þessa breytingu. Hún tekur líka undir með Pétri Pan sem segir að þessu fylgi svo miklir möguleikar, sko líka fyrir Vöndu og Týndu drengjunum. Þau muni líka getað heimsótt Hvergiland reglulega. Kannski búið þar um tíma og, og, og... Pétur Pan er komin á flug, svo áhugasamur um heill og hamingju Vöndu & co.
Vanda bendir þó Pétri Pan á að þessar breytingar hafi þó óneitanlega vissar takmarkanir í för með sér. Týndu drengirnir munu sakna þess heittelskaða þegar hann verður á ferðalögum. Að fjarveran geri það að verkum að þær skyldur sem fylgja Týndu drengjunum muni lenda nær einungis á hennar herðum. Sem leiddi til þess að möguleikar Vöndu til að sinna fullorðinsvinnu minnkuðu. Pétur Pan virtist ónæmur fyrir þessu sjónarhorni. Börn hafa svo mikla aðlögunarhæfni. Hann bendir á að börn geta búið hvar sem er í heiminum, líka í Hvergilandi og að Vanda væri smituð af fullorðinsveirunni sem gerir allt svo erfitt.
Vanda er hjartanlega sammála honum, en samt... Pétur Pan er reyndari og margfalt víðförli en heimakæra Vanda. Hann hefur séð og reynt á eigin skinni að börn eru þrautseig og þurfa ekki mikla umönnun til að lifa góðu lífi. Hefði þetta samtal átt sér stað 8 árum fyrr hefði heimssýn þeirra verið sú sama. Það sem aðskilur þau er að Vanda er þremur börnum ríkari. Reynsla hennar af því að hugsa um Týndu drengina gerir það að verkum að hún gerir sér betur grein fyrir því nú en áður hvílík ábyrgð það er að verja þá og byggja upp fyrir framtíðina. Hún vonar að Týndu drengirnir hennar geti um tíma fylgt Pétri Pan, áhyggjulausir, barist við Kaptein Krók, frelsað Tígrislilju og elt flögrandi Skellibjöllu. Það geta þeir þar sem Vanda passar uppá þá og segir þeim sögur fyrir svefninn.
August 17, 2011
Biðin er á enda
Bergur er orðinn 9 ára. Loksins.
Ég kann reyndar mun betur við hann 8 ár og spurði hvort hann vildi ekki bara vera áfram 8 ára, sko fyrir mömmu sína. Diplómatinn minn sagði að hann væri til í að hætta að eldast eftir 9 ára afmælið. Sjálfsagt verða strákarnir mínir fyrir sálrænum skaða af minni hálfu vegna áráttu minnar til að stöðva framgang klukkunnar.
Það er svo ávanabindandi að vera AÐAL manneskjan í lífi þeirra. Eymingja mömmustrákarnir... það er bara spurning hvenær barnaverndanefnd blandar sér í málið ;o)
Áfram með smjörið...
9 ára afmælið var haldið með pompi og prakt. Fyrst fyrir fjölskylduna og síðan fyrir skólabræðurna. Það kom sér vel að veðrið var prýðilegt í báðum veislunum. Hægt var að sitja úti á pallinum og leika í garðinum á meðan fjölskyldufaðirinn grillaði beikon og húsmóðirin bakaði amerískar brönspönnukökur. Algjörlega ljúfengt!
Seinna stórafmælið var sérlega velheppnað. Þá mættu 10 vopnaðir strákar hingað heim á hjólunum sínum. Svo hjóluðum við í áttina að Hádegismóum, lögðum hjólunum og gengum inní Paradísardal. Þar er grasflöt, borð og eldstæði. Þarna léku strákarnir lausum hala. Við kveiktum eld og svo hituðu strákarnir sykurpúða og litlar kokteilpylsur á grillprjónum. Konunglega veitingar að þeirra mati. Að því loknu skiptu við þeim upp í tvö lið; þýska herinn og þann bandaríska. Síðan var barist með dótabyssum. Lasertag er vinsæll afmælisstaður hjá þessum strákum og Bergur alltaf glaður að vera boðið í svoleiðis afmæli. Það var þó var virkilega gaman að leyfa strákunum að leika frjálsum og á ævintýralegum en jafnframt leynilegum stað sem er í göngufæri frá heimili þeirra, úti í guðsgrænni náttúrunni.
Allir voru glaðir með daginn. Húsið var ekki í rúst á eftir. Þetta kostaði ekki handlegg. Strákaafmælið var margfalt minna vesen en fjölskylduboðið, sem þó var stórfínt.
August 10, 2011
Hönd þín leiðir mig út og inn...
pistill eftir mig sem birtist í Sunnudagsmogganum 6.ágúst:
Stundum þegar synir mínir leggja lófann sinn í lófann minn finn ég hlýjan straum hríslast um mig. Höndin þeirra er svo smá í lófanum mínum og handtakinu fylgir traust og fölskvalaus trú um að þeir séu öryggir. Þeir eru á réttum stað og ekkert getur komið fyrir því haldið er um trygga og hlýja mömmu-sinnar-hönd.
Það gerist daglega að ég held í einhvern drengjanna. Tilefnin eru ekki merkileg. Við höldumst í hendur, leiðumst yfir götu, útí bíl eða inní matvörubúð. Hversdagsleg augnablik. Þess vegna kemur það oft á óvart, þessi vellíðunarstraumur sem liggur frá einföldu handtaki barns. Tilfinningin er góð en hún minnir jafnframt á ábyrgðina sem fylgir því að leiða smáa barnshönd. Litlir lófar stækka hratt og takast á við stöðugt flóknari verkefni. Það er mitt hlutverk að styðja við á torfærum köflum og sleppa takinu þegar við á. Saman leiðumst við yfir götu og út í lífið.
Lítill bjarthærður hnokki leggur lófa sinn í lófa mömmu sinnar. Þau leiðast í dagsins önn. Seinna verður þessi litla hönd að stórri og styrkri karlmannshönd. Hlutverkin munu snúast við þegar fram líða stundir og þá verður gott að þiggja hjálparhönd sonar síns.
Vellíðunarstraumurinn fer um móðurhjartað sem vonar að hlýjan sem streymir um handtakið venjist aldrei.
Stundum þegar synir mínir leggja lófann sinn í lófann minn finn ég hlýjan straum hríslast um mig. Höndin þeirra er svo smá í lófanum mínum og handtakinu fylgir traust og fölskvalaus trú um að þeir séu öryggir. Þeir eru á réttum stað og ekkert getur komið fyrir því haldið er um trygga og hlýja mömmu-sinnar-hönd.
Það gerist daglega að ég held í einhvern drengjanna. Tilefnin eru ekki merkileg. Við höldumst í hendur, leiðumst yfir götu, útí bíl eða inní matvörubúð. Hversdagsleg augnablik. Þess vegna kemur það oft á óvart, þessi vellíðunarstraumur sem liggur frá einföldu handtaki barns. Tilfinningin er góð en hún minnir jafnframt á ábyrgðina sem fylgir því að leiða smáa barnshönd. Litlir lófar stækka hratt og takast á við stöðugt flóknari verkefni. Það er mitt hlutverk að styðja við á torfærum köflum og sleppa takinu þegar við á. Saman leiðumst við yfir götu og út í lífið.
Lítill bjarthærður hnokki leggur lófa sinn í lófa mömmu sinnar. Þau leiðast í dagsins önn. Seinna verður þessi litla hönd að stórri og styrkri karlmannshönd. Hlutverkin munu snúast við þegar fram líða stundir og þá verður gott að þiggja hjálparhönd sonar síns.
Vellíðunarstraumurinn fer um móðurhjartað sem vonar að hlýjan sem streymir um handtakið venjist aldrei.
August 1, 2011
Laugavegurinn 2. hluti
Áfram með smjörið...
Fimmmenningarnir lögðu af stað frá Landmannalaugum á fimmtudagsmorgun. Fyrsti hluti leiðarinnar er fremur brattur, þannig lagað. Leiðin upp að Hrafntinnuskeri er afar falleg og mér þykir alltaf gaman að ganga uppí mót og sjá yfir landið. Þegar við vorum búin að ganga uppí 900 m. hæð þá vorum við komin inní skýjaþykkni og skyggnið því takmarkað. Ef kona er jákvæð þá myndi hún segja að landslagið hafi verið "sveipað dulúð". Það má því líka segja að það sé líka gaman að upplifa landið og náttúruna í því ástandi.
Helsti gallinn var sá að mér kólnaði fljótt þegar við stoppuðum. Ég þrammaði því mikið á undan samferðarfólki mínu, hreinlega til að halda á mér hita. Síðasta spottann inní skálann við Hrafntinnusker rigndi nokkuð og því hlakkaði okkur að komast í skjól. Hins vegar bauðst okkur einungis andyrið á skálanum. Von var á hópi sem átti bókað pláss og hópurinn átti forgang að allri aðstöðu. Það er svosem skiljanlegt og ég hefði orðið hundfúl að eiga pantaðan skála og koma svo að honum blautum og skítugum eftir fólk sem staldraði stutt við. Skálavörðurinn bauð okkur þó velkomin inn og sagði að þetta væri besti dagurinn í Hrafntinnuskeri í viku. Við hlógum móðursýkislega...
Eftir stutt stopp héldum við áfram göngunni og áfram var þoka. Leðin er afar vel merkt en stundum sáum við ekki á milli stika. Ég skil því betur að fólk geti lent í vandræðum á þessum slóðum þegar veður eru vond.
Við mamma gengum saman, nokkuð á undan Bjössa, Jónu og Kötu. Ég var hvorki með síma né gps tæki og ekki einu sinni klukku. Mér fannst það bara gott að vera algjörlega sambandslaus. Hin voru þó með þessi tæki svo öryggiskröfum var fylgt. Þetta sambandsleysi gerði það að verkum að vissi ekkert hvað okkur miðaði né hvað tímanum leið. Það var stundum absúrd í þessu lélega skyggni. Hins vegar var það meiriháttar tilfinning að ganga niður úr skýjunum og sjá samtímis Álftavatn og skálann sem liggur við vatnið.
Það þýddi að stutt var í Hvanngil þar sem trússararnir okkar tóku á móti okkur með heitri kjötsúpu og hlýjum tjöldum. Ég var ekkert þreytt eftir nærri 10 tíma göngu og hefði vel getað haldið áfram. Það var þó auðvitað ljúft að hitta strákana sína og leggjast inní tjaldið og sofa værum blundi.
Blundurinn var vissulega vær því við sváfum býsna lengi, þe. íbúarnir í okkar tjaldi. Við horfðum á marga, sem líklegast höfðu gist í Álftavatni ganga fram hjá tjaldstæðinu okkar á meðan við borðuðum morgunmatinn okkar og smurðum nesti. Við lögðum af stað frá Hvanngili um kl. 11 og gengum tilbreytingasnauðasta hluta leiðarinnar inní Emstur á 3 tímum. Það var bjart yfir og við sáum vel umhverfið. Þetta var skemmtilega frábrugðið fyrri deginum.
Inní Emstrum biðu trússararni og tóku nesti með okkur. Þarna slóst Bergur með í för. Hann var spenntur og mjög tilbúin enda með eigin göngubakpoka fullan af dýrindis nesti og gúmmítúttur til að vaða árnar. Það var reglulega skemmtilegt að fá hann með en samtímis ákveðið stress því hann gat ekkert hætt við og hoppað upp í bíl til Simma afa eða pabba síns.
Strákurinn byrjaði vel en eftir ca. 45 min fór þetta að vera erfitt og hann kvartaði undan þungum poka og hvað þetta væri langt o.s.frv. Það var frekar fyndið hve dramatískir tilburðir jukust þegar ég veitti honum einhverja athygli ;o) Ég leiddi þetta bara hjá mér og þegar hann var búin að ganga í u.þ.b. 2-3 klst þá fann hann sinn takt og var algjörlega að fíla þetta. Það var gaman því aðal markmiðið var að honum fyndist þetta nægilega skemmtilegt til að vilja fara í langa göngu aftur. Við stoppuðum oft og hann hafði sérvalið nesti. Hvorttveggja er lykilatriði til að drífa drenginn áfram.
Annars var leiðin frá Emstrum skemmtileg. Markárfljótsgljúfur eru hrikaleg og falleg. Við vorum vör við öskuna úr Eyjafjallajökli, en samt ekki í því magni sem ég var undirbúin fyrir. Gróðurinn sprettur upp í gegnum sandinn. Magnaður þessi lífsvilji. Þegar nær dró Þórsmörk gengum við inní ilmandi birkiskóg. Ómæ, hvað ég held að hvergi á landinu ilmi birki jafn vel og í Þórsmörk. Í alvöru. Við þurftum að vaða eina jökulá. Það var hressandi. Vegna úrkomu dagana á undan var nokkuð mikið í ánum (trússararnir lentu líka í basli með að komast inní Þórsmörk). Við vorum orðin nokkuð þreytt þegar komið var að þessu vaði enda búin að vera á göngu í 8 klst. Það var þó grínlaust endurnærandi að vaða jökulá uppí mið læri.
Inní Básum biðu okkar svo trússararnir ásamt fleirum úr fjölskyldunni sem tóku vel á móti okkur. Það logaði í grillinu og lambalærið var borið fram rétt undir miðnæti okkur til heiðurs. Við vorum í tæpa 11 tíma að ganga frá Hvanngili og inní Þórsmörk. Ég var lúin þá um kvöldið. Ánægð með árangurinn. Stolt af hópnum. Þakklát fyrir að vera (semi) heilbrigð sál í hraustum líkama. Með hjartað þrútið af ættjarðarást... hvílíkt sem landið okkar er fallegt. Hálendið er einstakt. Það er lítið og viðkvæmt en samtímis víðáttumikið og harðbýlt.
Fimmmenningarnir lögðu af stað frá Landmannalaugum á fimmtudagsmorgun. Fyrsti hluti leiðarinnar er fremur brattur, þannig lagað. Leiðin upp að Hrafntinnuskeri er afar falleg og mér þykir alltaf gaman að ganga uppí mót og sjá yfir landið. Þegar við vorum búin að ganga uppí 900 m. hæð þá vorum við komin inní skýjaþykkni og skyggnið því takmarkað. Ef kona er jákvæð þá myndi hún segja að landslagið hafi verið "sveipað dulúð". Það má því líka segja að það sé líka gaman að upplifa landið og náttúruna í því ástandi.
Helsti gallinn var sá að mér kólnaði fljótt þegar við stoppuðum. Ég þrammaði því mikið á undan samferðarfólki mínu, hreinlega til að halda á mér hita. Síðasta spottann inní skálann við Hrafntinnusker rigndi nokkuð og því hlakkaði okkur að komast í skjól. Hins vegar bauðst okkur einungis andyrið á skálanum. Von var á hópi sem átti bókað pláss og hópurinn átti forgang að allri aðstöðu. Það er svosem skiljanlegt og ég hefði orðið hundfúl að eiga pantaðan skála og koma svo að honum blautum og skítugum eftir fólk sem staldraði stutt við. Skálavörðurinn bauð okkur þó velkomin inn og sagði að þetta væri besti dagurinn í Hrafntinnuskeri í viku. Við hlógum móðursýkislega...
Eftir stutt stopp héldum við áfram göngunni og áfram var þoka. Leðin er afar vel merkt en stundum sáum við ekki á milli stika. Ég skil því betur að fólk geti lent í vandræðum á þessum slóðum þegar veður eru vond.
Við mamma gengum saman, nokkuð á undan Bjössa, Jónu og Kötu. Ég var hvorki með síma né gps tæki og ekki einu sinni klukku. Mér fannst það bara gott að vera algjörlega sambandslaus. Hin voru þó með þessi tæki svo öryggiskröfum var fylgt. Þetta sambandsleysi gerði það að verkum að vissi ekkert hvað okkur miðaði né hvað tímanum leið. Það var stundum absúrd í þessu lélega skyggni. Hins vegar var það meiriháttar tilfinning að ganga niður úr skýjunum og sjá samtímis Álftavatn og skálann sem liggur við vatnið.
Það þýddi að stutt var í Hvanngil þar sem trússararnir okkar tóku á móti okkur með heitri kjötsúpu og hlýjum tjöldum. Ég var ekkert þreytt eftir nærri 10 tíma göngu og hefði vel getað haldið áfram. Það var þó auðvitað ljúft að hitta strákana sína og leggjast inní tjaldið og sofa værum blundi.
Blundurinn var vissulega vær því við sváfum býsna lengi, þe. íbúarnir í okkar tjaldi. Við horfðum á marga, sem líklegast höfðu gist í Álftavatni ganga fram hjá tjaldstæðinu okkar á meðan við borðuðum morgunmatinn okkar og smurðum nesti. Við lögðum af stað frá Hvanngili um kl. 11 og gengum tilbreytingasnauðasta hluta leiðarinnar inní Emstur á 3 tímum. Það var bjart yfir og við sáum vel umhverfið. Þetta var skemmtilega frábrugðið fyrri deginum.
Inní Emstrum biðu trússararni og tóku nesti með okkur. Þarna slóst Bergur með í för. Hann var spenntur og mjög tilbúin enda með eigin göngubakpoka fullan af dýrindis nesti og gúmmítúttur til að vaða árnar. Það var reglulega skemmtilegt að fá hann með en samtímis ákveðið stress því hann gat ekkert hætt við og hoppað upp í bíl til Simma afa eða pabba síns.
Strákurinn byrjaði vel en eftir ca. 45 min fór þetta að vera erfitt og hann kvartaði undan þungum poka og hvað þetta væri langt o.s.frv. Það var frekar fyndið hve dramatískir tilburðir jukust þegar ég veitti honum einhverja athygli ;o) Ég leiddi þetta bara hjá mér og þegar hann var búin að ganga í u.þ.b. 2-3 klst þá fann hann sinn takt og var algjörlega að fíla þetta. Það var gaman því aðal markmiðið var að honum fyndist þetta nægilega skemmtilegt til að vilja fara í langa göngu aftur. Við stoppuðum oft og hann hafði sérvalið nesti. Hvorttveggja er lykilatriði til að drífa drenginn áfram.
Annars var leiðin frá Emstrum skemmtileg. Markárfljótsgljúfur eru hrikaleg og falleg. Við vorum vör við öskuna úr Eyjafjallajökli, en samt ekki í því magni sem ég var undirbúin fyrir. Gróðurinn sprettur upp í gegnum sandinn. Magnaður þessi lífsvilji. Þegar nær dró Þórsmörk gengum við inní ilmandi birkiskóg. Ómæ, hvað ég held að hvergi á landinu ilmi birki jafn vel og í Þórsmörk. Í alvöru. Við þurftum að vaða eina jökulá. Það var hressandi. Vegna úrkomu dagana á undan var nokkuð mikið í ánum (trússararnir lentu líka í basli með að komast inní Þórsmörk). Við vorum orðin nokkuð þreytt þegar komið var að þessu vaði enda búin að vera á göngu í 8 klst. Það var þó grínlaust endurnærandi að vaða jökulá uppí mið læri.
Inní Básum biðu okkar svo trússararnir ásamt fleirum úr fjölskyldunni sem tóku vel á móti okkur. Það logaði í grillinu og lambalærið var borið fram rétt undir miðnæti okkur til heiðurs. Við vorum í tæpa 11 tíma að ganga frá Hvanngili og inní Þórsmörk. Ég var lúin þá um kvöldið. Ánægð með árangurinn. Stolt af hópnum. Þakklát fyrir að vera (semi) heilbrigð sál í hraustum líkama. Með hjartað þrútið af ættjarðarást... hvílíkt sem landið okkar er fallegt. Hálendið er einstakt. Það er lítið og viðkvæmt en samtímis víðáttumikið og harðbýlt.
Subscribe to:
Posts (Atom)